Við viljum óska Haukum til hamingju með titilinn og auk þess viljum við hvetja alla stuðningsmenn ÍR-inga til að mæta í ÍR-heimilið núna í Partý í Skógarselinu sem er fyrir stuðningsmenn og liðið okkar.
Vissulega á eftir að sópa þessu saman en reynslan frá því í fyrra er sú að þetta skilar sér allt. Hvað er tap og hvað er sigur, hvenær vinnur við og hvenær töpum við.
Við áttum stúkuna, við mættum öll, handknattleiksdeild ÍR var sameinuð í dag. Allur aldur, allir flokkar, meistaraflokkur kvenna var allur á leiknum, fjórði flokkur karla sem á þetta sama gólf klukkan 14:30 á morgun var þarna !!!
Úff hvað þeir foru spenntir. Jæja þá er bara að klára þetta á morgun fyrir ÍR sagði einn þeirra við mig á leiðinni út !!!
Ég veit ekki með ykkur, en mér fannst þetta flottur dagur. Endirinn vissulega ekki eins og við vildum hafa hann. Auðvitað ferlega súrt að tapa svona leiknum.
Það verður partý í Skógarselinu í kvöld fyrir stuðningsmenn og liðið okkar og hvetjum við alla til að mæta.
Ræðum þetta þar, hrósum hvort öðru, þessi árangur er langt umfram væntingar, langt umfram það sem hefur kvisast út frá öðrum félögum. Þar er sigur heildarinnar. Sigur deildarinnar okkar. Handboltadeildarinnar frá 8. flokki upp í meistaraflokk. Það er fyrir þessa heild sem við höfum, baki brotunu unnið síðust tvær vikur.
Við komum nefnilag úr ótrúlega ólíkum áttum. Fólk úr "vinur ÍR, fólk úr barna og unglingaráði, fólk úr stjórn félagsins, almennir félagsmenn, foreldrar iðkenda, áhugafólk um handbolta. Þetta er heildin. Múrar eru fallnir, það er í þessu sem öflugt félagsstarf felst og í því fellst sigur okkar þrátt fyrir allt.

No comments:
Post a Comment