Meistaraflokkur karla hjá ÍR spilar undanúrslitaleik við Aftureldingu föstudaginn 28. febrúar og vonandi úrslitaleik þann 1. mars. Á leikjum ÍR höfum við til umráða talsvert af auglýsingaplássi bæði á gólfi Laugardalshallarinnar og á LED-skiltum sem umkringja völlinn. Leikirnir verða sýndir beint á RÚV og bikarhelgin vekur ávallt mikla athygli í öðrum fjölmiðlum. Ef þú ert með atvinnustarfsemi sem þú vilt koma á framfæri er hér tilvalið tækifæri og styrkja handknattleiksdeild ÍR um leið. Eins geta einstaklingar styrkt deildina með því að taka þátt í sameiginlegri auglýsingu sem verður merkt "Vinir ÍR".
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt geturðu leitað til gjaldkera deildarinnar á netfangið 6184411@gmail.com eða formann deildarinnar á netfanginu runolfur66@gmail.com og fengið sendar frekari upplýsingar.
Stjórn handknattleiksdeildar ÍR.
 |
| Bikarhelgi HSÍ 2014 - endurtökum ævintýrið frá því 2013 |
No comments:
Post a Comment