Thursday, September 26, 2013

Nýr samningur handknattleiksdeildar ÍR við Bílaleigu Akureyrar

Bílaleiga Akureyrar og handknattleiksdeild ÍR hafa skrifað undir  samstarfssamning til 3ja. ára og var meðfylgjandi mynd tekin þegar Róbert Hnísfdal,frá ÍR ,  Bergþór Karlsson og Steingrímur Birgisson frá Bílaleigu Akureyrar  handsöluðu samninginn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.   

Steingrímur Birgisson forstjóri sagði við þetta tækifæri að Bílaleiga Akureyrar vildi leggja sitt af mörkum til að styðja við íþrótta og æskulíðsstarf og þessi samningur sem þeir hefðu nú gert við Handknattleiksdeild ÍR sé liður í því.   "Í Breiðholtinu býr mikill fjöldi barna og unglinga og við höfum stutt við bakið á ÍR og þeirra myndarlega starf undanfarin ár,  því höfum við nú gert nýjan samning við félagið.   Meistaraflokkur félagsins varð bikarmeistari á síðasta ári og það verður gaman að fylgjast með þeim í vetur," 

Samstarfið við ÍR og forsvarsmenn félagsins hefur verið afar gott og það er heiður að taka þátt í starfi þess með þessum hætti bætti Steingrímur við.

Róbert Hnísfdal,frá ÍR ,  Bergþór Karlsson og Steingrímur Birgisson frá Bílaleigu Akureyrar
handsöluðu samninginn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík

No comments:

Post a Comment