Meistaraflokksráðið tók saman höndum og bjó til frábært teymi í kringum okkur dömurnar svo við gætum komið boltanum af stað og það væri til framtíð handa okkar efnilegu leikmönnum sem eru í yngri flokkunum.
Skemmtilegast var að það voru margar stelpur sem komu til baka því hugurinn og hjartað fór aldrei frá ÍR. Við fengum frábært þjálfarateymi, fyrrverandi þjálfara meistaraflokk karla í ÍR og kvenna A-landsliðsþjálfara og mjög efnilegan markmannsþjálfara. Við höfum bætt okkur gífurlega og við höfum staðið okkur frábærlega í deildinni og sínum að við erum komnar til að vera.
3.flokkurinn okkar hefur verið mjög dýrmætur og hjálpað okkur. Þær hafa núna flotta framtíð og geta haldið áfram í ÍR - ekki myndum við vilja missa þær og alls ekki þær sem hafa komist í unglingalandsliðið.
Við höfum fengið gífurlegan stuðning frá áhorfendum og við fáum aukinn kraft í spilinu okkar þegar við höfum fólkið okkar í stúkunni.
Með þessum orðum vil ég enda á því að vonandi haldið áfram að veita okkur stuðning á laugardaginn (á morgun) klukkan 15:30 í Austurbergi þegar við tökum á móti hörkuliði Víkings.
Við erum engin upphitun við erum komnar til að vera og gefum ekkert eftir sjáumst í stúkunni
Kv. Sif Maríudóttir
![]() |
Við erum engin upphitun við erum komnar til að vera og gefum ekkert eftir |
No comments:
Post a Comment