Wednesday, January 29, 2014

Handboltaæði ríður yfir í Breiðholti

Eftir langa bið er loksins komið að því, stærsta stund í sögu íslenska handboltans. Breiðhyltingar hafa komið af stað handboltaæði sem mun hrista upp í okkur Íslendingum.

Þann 30.janúar (fimmtudaginn) mun Bergið leika á reiðiskjálfta frá klukkan 18:00 og fram eftir kvöldi..

Meistaraflokkarnir okkar ætla bjóða uppá æsispennandi skemmtun sem mun (að sjálfaögðu) enda með 4 stigum heim í hús. 


Kvennaliðið startar kvöldinu klukkan 18:00 og tekur á móti þrælöflugum Valsstúlkum svo tekur karlaliðið við keflinu klukkan  20:00 og kveikir á tryllingnum þegar þeir taka á móti hörkuliði Haukamanna - ekkert er betra en að styðja bæði liðin og hjálpa þeim við að skila stigum í hús.

Sjáumst eldhress í Austurbergi á fimmtudaginn klukkan 18:00 og aftur klukkan 20:00. 


ÁFRAM ÍR !!!!!!


Fylgist með okkur á Facebook ÍR Handbolta 

No comments:

Post a Comment