Bláa Höndin er baklandið sem ýmist borgar tiltekna upphæð á mánuði og tekur þátt í starfinu, einnig fulltrúar þeirra fyrirtækja sem standa þétt að baki okkur, ekki má gleyma hópnum sem mætir til starfa á leik eftir leik nú eða aðalleikurum leikritsins – leikmönnunum okkar. Bæði þeim sem spiluðu í dag og þeim sem sátu á bekknum að ógleymdum þeim sem frábæra hópi ungra leikmanna sem standa á þröskuldi þess að vera í leikmannahópnum. Þessi upptalning verður ekki fulltalin fyrr en börn og makar ofangreindra hópa er talinn með. Það var sérstaklega gaman að sjá þann hóp kominn saman. Makar og börn, bæði leikmanna og annarra, sem mega sjá á eftir sínu „heimafólki“ kvöld eftir kvöld upp í Austurberg til þess að undirbúa það, hver á sinn hátt, að dagur eins og í dag verði að veruleika. Þessi hópur er heildin, í henni felst styrkurinn okkar
![]() |
Bjarki og Gummi mættu í Undirheima fyrir leik og fóru yfir það helsta |
![]() |
Hópurinn sameinaðist aftur eftir leik í Undirheimum til að fá sér veitingar og gera upp leikinn |
No comments:
Post a Comment