Sunnudaginn 30.júní fer glæsilegur ÍR-hópur í
keppnisferð á Partille Cup í Gautaborg þar sem eitt stærsta og flottasta
handboltamót í heimi fer fram 1. - 6. júlí . Árlega leika 1200 lið og rúmlega 22.000 keppendur á þessu móti og í ár eru
u.þ.b. 600 keppendur frá Íslandi í öllum aldursflokkum.
ÍR teflir fram tveimur liðum á mótinu í ár, einu strákaliði og einu stelpuliði
sem skipuð eru krökkum í 4.fl. (árg. 98)
Allir leikirnir á Partille Cup fara fram utandyra á
gervigrasi og mun Facebook ÍR Handbolta fylgist vel með framgangi
Svíþjóðarfaranna okkar á meðan mótið stendur yfir.
Fréttaritarar setja myndir, video og fréttir daglega af liðunum sem eru
frá Íslandi, þannig að við hvetjum alla til að "Líka" Facebook ÍR Handbolta http://facebook.com/Handbolti til þess
að fá þetta beint í fréttaveituna sína á Facebook.
Til að taka forskot á sæluna tóku krakkarnir þátt í undirbúningsmóti sem FH hélt á gervigrasinu í Risanum 15.- og 16 júní. Mótið hjá FH var góður undirbúningur fyrir Partille Cup og var hin mesta skemmtun enda töluvert ólíkt að spila handbolta á gervigrasi. Krakkarnir fengu mikið út úr leikjunum enda voru bestu lið landsins samankomin á þessu undirbúningsmóti sem tókst frábærlega í alla staði.
Til að taka forskot á sæluna tóku krakkarnir þátt í undirbúningsmóti sem FH hélt á gervigrasinu í Risanum 15.- og 16 júní. Mótið hjá FH var góður undirbúningur fyrir Partille Cup og var hin mesta skemmtun enda töluvert ólíkt að spila handbolta á gervigrasi. Krakkarnir fengu mikið út úr leikjunum enda voru bestu lið landsins samankomin á þessu undirbúningsmóti sem tókst frábærlega í alla staði.
![]() |
Mótið hjá FH var góður undirbúningur fyrir Partille Cup enda töluvert ólíkt að spila handbolta á gervigrasi |
No comments:
Post a Comment