Thursday, February 14, 2013

ÍR-ingar kjöldrógu Hauka í Austurbergi

Sæll öll, takk fyrir hrikalega skemmtilegt kvöld í gær þegar við unnum Hauka 24 – 20 .  

Ef aðeins mætti nota eitt orð væri það „STÓRKOSTLEGT“

Ljósashow , stuðningsmenn, stemning , liðsheildin var frábær, vörnin hrikaleg og  gaman að sjá menn fagna mörkum og peppa þannig upp stúkuna sem var meiriháttar.   

Að öðrum ólöstuðum, þá völdu Feldurinn og spékingarnir á MOE's Kristó sem mann leiksins.   Hann varði 18 skot og því 47,3% af skotum Haukamanna.    

Það verður vonandi „Replay“ hjá strákunum okkar aftur næsta sunnudag 17. feb. kl .19:30 , því þá mætum við Haukum aftur þegar 3. Umferð í N1 Deild hefst.  

Vonumst til að fréttamenn geti átt náðugan dag þá, og þurfi aðeins að bæta "AFTUR" við fyrirsagnir dagsins í dag. 

  " ÍR-ingar kjöldrógu Hauka í Austurbergi AFTUR ! "

Það var læviblandið loftið í Austurbergi þegar við tókum á móti Haukum í Símabikarnum.

No comments:

Post a Comment