FH - ÍR ( upphitun ) Toppslagur í Krikanum fim. 21. kl. 19:30
Á fimmtudagskvöld verður mikið um dýrðir í Kaplakrika. Þá verður leikinn 16. umferð í N1 deild karla. Að þessu sinni er leikurinn engin smásmíð. ÍR – ingar heitasta liðið síðustu daga mætir á fjalirnar í Krikanum með frábæra stuðningsmenn sína í eftirdragi og munu etja kappi við FH – inga. Liðin virðast bæði stefan í úrslitakeppni N1 deildarinnar og verður því fróðlegt að sjá hvað boðið verður upp á á fimmtudag. En það er ljóst að það verður barist innan vallar og einnig í stúkunni í Kaplakrika á fimmtudag. Því mikil stemmning hefur verið í kringum ÍR – liðið og mikið fjölmenni hefur mætt bæði á heima og úti leiki liðsins í vetur. Sjá nánar flotta umfjöllun af vef FH-inga >> http://www.fh.is/Handbolti/Handboltafrettir/Frett/fhirupphitun
No comments:
Post a Comment