Wednesday, December 5, 2012

ÍR Tölfræði - eftir 10 umferðir í N1 Deild og leikur í Kaplakrika fim. 6. des. kl. 19:30

 ÍR Tölfræði - eftir 10 umferðir í N1 Deild.
Stulli orðinn markahæstur í liðinu með 63 mörk , hann er 3. markahæstur í N1 Deild og er á góðri siglingu með 6,3 mörk að meðaltali í leik.
Bjöggi skoraði ekki mark í seinast leik og því dettur meðaltal hans niður um 0,6 eða úr 6,2 mörkum í leik > 5,6 mörk í leik.

Jón Heiðar heldur síðan uppteknum hætti 4 mörk úr 5 skotum á móti Akureyri eða 90% nýting, sem er einnig hlutfallið í vetur 26 mörk úr 29 skotum 90% !
...


Sjonni veltir Jóni Heiðari þó úr sess þegar kemur að Top 4 í markaskorurum liðsins, hann er kominn með 27 mörk eða 2,7 í leik og er með 53% nýtingu.

á Top 4 yfir markahæstu menn okkar eru því hornamenn okkar Stulli og Sjonni, skyttan Bjöggi og miðjan Guðni.
Þessir kappar hafa skorað 175 mörk í 10 leikjum sem er 66% af mörkum liðsins, > 17,5 mark í hverjum leik, þar sem liðið hefur meðaltal upp á 26,4 mörk í leik.

Diddi gefur ekkert eftir í 2 mín og bætti 2stk. við í seinast leik og er því kominn með 10 brottvísanir í leikjunum 10 í N1 Deild.

Jón Heiðar bætti þó líka 2stk. af 2 mín á móti Akureyri og er kominn með 6 x 2mín.

Samanburður ÍR - FH N1 Deild - Top3 okkar 148 mörk vs. 122 mörk Top 3 FH (Ólafur G. farinn til Flensborg, hann er þó enn inn á Top3 lista yfir markahæstu menn hjá FH þó hann hafi aðeins spilað 6. leiki á þessu tímabili.)

Seinustu 5 leikir hjá liðunum - markatala ÍR +17 en FH er með -4

Stór mynd > http://irhandboltinn.magix.net/public/HANDBOLTI/MYNDIR/mfl_statistics__011212.jpg
 
Smellið mynd eða hlekk hér að ofan til að sjá stóra mynd með tölfræð eftir 10 umferðir ÍR í N1 Deild


Allir að mæta í Kaplakrika !!
 

No comments:

Post a Comment