Omnis er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Akranesi og í Borgarnesi. Fyrirtækið rekur fjórar verslanir og verkstæðisþjónustu fyrir einstaklinga á þessum svæðum, en er auk þess með öflugt fyrirtækjasvið sem sinnir rekstri tölvukerfa hjá fjölmörgum fyrirtækjum á suðvestur horni landsins.
Omnis leggur áherslu á að bjóða tæknibúnað og hugbúnaðarlausnir frá öllum helstu framleiðendum heims og vinnur náið með íslenskum dreifingar- og þjónustuaðilum þeirra. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns.
Heimasíða OMNIS er www.omnis.is
Erlendur Ísfeld Framkvæmdastjóri þjónustusviðs OMNIS og
Róbert H. Hnífsdal Halldórsson fyrir framan auglýsingaskilti OMNIS
Bjarki Jóhannesson framkvæmdastjóri OMNIS og Róbert H. Hnífsdal Halldórsson handsala samninginn.
No comments:
Post a Comment