Friday, September 7, 2012

Þjálfarafundur ÍR Handbolta var í Austurbergi í gær.

Mikilvægt er að þjálfarar allra yngri-flokka ásamt barna- og unglingaráð komi saman á fund sem þennan í upphafi hvers tímabils til að fara yfir komandi verkefni. Einnig er þetta góður vettvangur fyrir þjálfara okkar til að deila reynslu sinni og móta þannig starfið.

Þjálfararáð ÍR Handbolta var kynnt en það skipa Erlendur Ísfeld, Kristín Aðalsteins og Vigfús Þorsteinsson. Vefstjórar ÍR Handbolta fóru yfir vefumsjónakerfi, bloggsíður, myndasíður flokka, samfélagsmiðla, skráningarkerfið Nóra og önnur sérverkefni deildarinnar.

Farið var yfir mismunandi form fyrir aukaæfingar fyrir afreksfólk okkar og verður það útfært nánar. Ýmsar ábendingar voru á lofti, viðbragðsáætlun , rennt yfir fyrirhugaða foreldrafundi og síðast en ekki sýst sögðu þjálfarar frá reynslu sinni og deildu skoðunum, sem var nú markmiðið með fundinum.

Stefnan er að hafa reglulega þjálfarafundi og útfæra miðlægan "Þjálfaraakademíu gagnagrunn" þar sem efni, æfingar, myndbönd og annað verða geymd.

Gagnlegt og gott og virkilega flottur hópur sem við höfum í Þjálfarateymi ÍR Handbolta..

Allar myndir má sjá á Facebook ÍR Handbolta


No comments:

Post a Comment