Saturday, April 14, 2012

Frábært framtak hjá foreldrum og þjálfurum 5.fl. kvenna

Foreldrar og þjálfarar 5. flokks kvenna tóku upp þá nýbreytni eftir áramót að vera með sameiginlegan morgunverð einu sinni í mánuði eftir laugardagsæfingu fyrir stelpurnar í flokknum, þjálfara, foreldra og aðra vandamenn. Foreldrar yngri og eldri leikmanna skiptast á að koma með morgunverð t.d. ávexti, safa, brauðmeti og með því. Þetta hefur tekist framar öllum vonum og þjappar hópnum en betur saman, bæði leikmönnum og foreldrum.
Vonandi taka aðrir flokkar í handboltanum þetta upp á næsta tímabili, það er hægt að sníða þessa stuttu samverustund að hvaða æfingatíma sem er t.d. síðdegiskaffi eða jafnvel grill eftir æfingu einu sinni eða tvisvar í mánuði eða á tveggja mánaða fresti. Barna- og unglingaráð (BOGUR) aðstoðar gjarnan við að koma þessu af stað fyrir hvern og einn flokk.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá sameiginlegum morgunverði 5. flokks kvenna.


No comments:

Post a Comment