Við viljum gera veg handboltans sem mestan og þessi "auka" námskeið eru stór hluti af því enda á það að vera sama hvaðan gott kemur ef okkar krökkum hjá ÍR býðst að nýta það, sérstaklega þar sem við bjóðum ekki upp á námskeið nú um páskana fyrir okkar iðkendur hjá ÍR en þeim býðst þó þessi möguleiki hjá Loga Geirs.
Margir krakkar hjá ÍR handbolta hafa nýtt þetta flotta námskeið hjá Loga, nú seinast m.a. U-16 landsliðskonur okkar Brynhildur og Sigrún Ása sem létu mjög vel af því og það sama var upp á teningnum hjá okkar manni honum Bjarna Fritz seinasta sumar þar sem mikið af krökkum kom frá öðrum félögum.
Hér að neðan er því bréf og plakat frá Loga Geirs sem hann sendi okkur þar sem þetta námskeið er kynnt .
Sæl öll
Ég er með Handboltaskóla fyrir alla krakka á aldrinum 7-16 ára í næstu viku.
Þetta er alltaf þrisvar á ári og gríðarleg aðsókn hefur verið í búðirnar. Mér þætti vænt um það að þið mynduð "LIKE" á auglýsinguna hér að neðan fyrir mig. Því í kringum síðasta námskeið hringdu margir ósáttir foreldrar sem höfðu ekki frétt af skólanum og tel ég því best að senda ykkur þetta beint.
Annars bara bestu Handboltakveðjur og fyrirfram þakkir og vonast til að sjá sem flesta því allir eru velkomnir sama úr hvaða liðum þið komið stelpur og strákar.
Kveðja
Logi Geirsson
1 comment:
Bara flott.
Post a Comment