Saturday, March 3, 2012

Bóndagurinn mikli er í dag 3. mars – ÍR bónar bílinn


Meistaraflokkur ÍR í handbolta verður með bón og alhliða bílþrif gegn vægu gjaldi í dag, laugardaginn 3. mars í húsnæði Toyota í Vesturvör 30 í vesturbæ Kópavogs.
bill1
Vonumst til að sjá sem flesta ÍR-inga  á svæðinu, og hvetjum alla ÍR-inga nær og fjær til að mæta með heimilis- og vinnubílinn með í för til að styrkja strákana fyrir komandi átök.

Bón og alþrif á litlum fólksbílum       : 5000 kr. (kostar 7900 á ódýrustu bónstöðvum)
Bón og alþrif á stórum fólksbílum    : 6000 kr. (kostar 9900 á ódýrustu bónstöðvum)
Bón og alþrif á jeppum                    : 7000 kr. (kostar 11000 á ódýrustu bónstöðvum)

bill4Kíkið endilega við á laugardagsrúntinum til að styrkja strákana og fáið ykkur kaffi og með því á meðan þið bíðið. Við bjóðum líka upp á að sækja og skila bílnum heim sé þess óskað. 
bill3
Skráning í netpósti; nafn, símanr. og klukkan hvað:
haukur@mila.is - olafurgylfason@yahoo.com - bjarki@msr.is

No comments:

Post a Comment