Sunday, January 8, 2012

ÍR Handbolti er málið, annað tölublað 2011-2012 er komið út

Fyrsta tölublaðið af  "ÍR Handbolti er málið" kom út í 4. okt., og hefur það verið skoðað 8911 sinnum frá útgáfu samkvæmt vefmælingu Issuu sem hýsir það.    Þessar viðtökur fóru fram úr okkar björtustu vonum og þökkum við ykkur fyrir.

Vetrarstarf handknattleiksdeildar ÍR er nú hálfnað og seinni hluti tímabils farinn í fullt og  því er við hæfi að annað tölublað af " ÍR Handbolti er málið" fyrir tímabilið 2011-2012 komi út. 

Við höldum áfram frá því þar sem frá var horfið í fyrsta tölublaði og förum yfir það helsta sem gerðist í október, nóvember og desember hjá krökkunum okkar.   Þessir krakkar eru til fyrirmyndir fyrir félagið og hverfið okkar sem við megum öll vera stolt af.

Tímaritið kemur áfram út sem "Interactive PDF " þannig að hægt er að smella á hlekki og skoða nánar efni á síðum flokka.

Interactive " Handbolti er málið" issuu opnast í nýjum glugga >  http://issuu.com/handboltinn/docs/ir_handbolti_er_mallidi_2_tolublad_2011_2012?mode=window&backgroundColor=%23222222


Eða smellið á blað til að skoða það hér að neðan.

*Einnig hægt að vista í tölvu og skoðað blaðið sem PDF og prentað það út fyrir krakkana með því að smella á hlekk hér að neðan.



http://ir.is/media/pdf/IR_Handbolti_er_malid_2_2011.pdf

Það eru flottir krakkar sem æfa handbolta hjá okkur og við vitum að þið hefðuð gaman að vera hluti af þessum flotta hóp.   Það er aldrei of seint að byrja að æfa handbolta og okkur langar til að fá þig með á æfingar hjá okkur,  það er alltaf pláss fyrir káta og hressa krakka og það kostar ekkert að prófa.
Við erum með æfingar í Seljaskóla, Austurbergi og Breiðholtsskóla, . Á heimasíðu okkar og bloggsíðum er æfingataflan þar sem þið sjáið hvar og hvenær ykkar aldursflokkur er á æfingu,  einnig er á síðum okkar margar aðrar upplýsingar sem ykkur vantar um starfið .

Hlakka til að sjá ykkur á æfingum og á heimaleikjum ÍR Handbolta.

Heimili ÍR Handbolta er í Austurbergi.

 Kveðja Barna- og Unglingaráð ÍR Handbolta


Við minnum síðan á að 28. jan 2012 verður Stærsti Þorrafagnaður ÍR til þessa. Til þess að gera viðburðinn að einni mestu skemmtun í sögu ÍR viljum við fá þig og þitt fólk með okkur. Smölum nú saman öllum ÍR ingum og Breiðhyltingum til að gleðjast og hafa gaman. Hljómsveit og skemmtikraftar eru ekki af verri endanum og íþróttahúsið í Seljaskóla fer í flottasta veislubúning ever.Við hvetjum ykkur til að smala saman árgöngum, gömlum ÍR ingum, foreldraráðum, vinahópum og öllu öðru skemmtilegu fólki á fagnaðinn.

Athugið að það er 18 ára aldurstakmark.

Þetta verður toppurinn í janúar!!!!!
Sjáumst 28 janúar :)


No comments:

Post a Comment