...Það búa engir aðrir til umgjörð og hefðir en við sjálf....
Eina raunhæfa leiðin til árangurs í lengri tíma samhengi er að rækta garðinn, þ.e. leggja alúð í að þjálfa og ala upp góða íþróttamenn og byggja á þeim. Uppaldir félagsmenn leggja sig alla fram fyrir félagið og félagslegi þáttinn skapar stóran sess og vinir sem við eignumst á þessum vettvangi fylgja okkur alla tíð í gegnum þykkt og þunnt.
Félagsstarfið, sjálfboðaliðarnir, atburðir, iðkendur og árangur haldast í hendur.
Við ÍR-ingar getum því gengið inn í árið 2012 fullir bjartsýni enda starfið hjá okkur í blóma. Við munum vinna góða sigra en auðvitað horfast í augu við einhverja ósigra, þá er mikilvægt að muna að Róm var ekki byggð á einum degi.
Óska ÍR-ingum öllum gleðilegs árs og þakka samstarfið á árinu sem er að líða.
Kveðja,
Hjálmar Sigurþórsson formaður aðalstjórnar ÍR
Sjá alla áramótakveðju hér> http://ir.is/Deildir/Handbolti/Frettir/Lesafrett/2570

No comments:
Post a Comment