Strákarnir mættu Haukum 1 í fyrsta leik og endaði hann 15-9 fyrir okkar liði. Leikur tvö var síðan á móti HK2 sem átti engin svör við sterku liði ÍR sem tók strax öll völd og vann þann leik 25-19. Síðasti leikur kvöldsins var síðan á móti Fram 1 og eftir mjög spennandi leik þar sem liðin skiptust á um að hafa forystu þá endaði sá leikur með jafntefli 15-15.
ÍR liðið átti fyrsta leik daginn eftir á móti KA 1, sá leikur endaði með tveggja marka sigri okkar stráka 12-10. Það var því ljóst að hreinn úrslitaleikur væri á móti Gróttu 1. Strákarnir okkar tóku strax af skarið og náðu að komast í 6-0, og fór lið Gróttu hreinlega á taugum þar sem þeir fundu engin svör við sterkri vörn okkar manna og endaði leikurinn 18-11 og gull í höfn.
Það var talað um það í höllinni hversu sterkt þetta ÍR lið væri og hversu flott liðsheild væri hjá þeim. Það fór ekki á milli mála í þessum leikjum að með því að fagna hverju marki, hverri makrvörslu , hverjum stolnum bolta og hvetja hvern annan áfram hvort sem um var að ræða í vörn eða sókn þá er ekkert sem stoppar liðið.
Frábær árangur og liðsheild hjá þeim, flottur þjálfari og foreldrar sem styðja við bakið á þeim. Frábært hjá ykkur strákar og til hamingju með gullið!!!
No comments:
Post a Comment