Silja Ísberg er fulltúi ÍR í U-19 ára landsliði kvenna sem fer til Serbíu dagana 22.-25. apríl til að taka þar þátt í undankeppni fyrir EM.
Liðið kemur saman sunnudaginn 17.apríl til æfinga og undirbúnings.
Landsliðsþjálfarar eru Guðríður Guðjónsdóttir og Ómar Örn Jónsson.
Við erum stolt af því að eiga stelpu í svo sterkum hóp og er það til marks um hve gott starf er unnið innan yngri flokka hjá ÍR.
No comments:
Post a Comment